Týpískt!

Alveg er þetta týpískt fyrir íslendinga. Heiðin ófær og þá hugsa allir "já, nei, nei, ég kemst alveg yfir... það kemur ekkert fyrir mig!!" Ætli meirihluti þeirra sem bíða óþreyjufullir séu ekki karlmenn á jeppum með lítið undir sér... svona það fyrsta sem manni dettur í hug.
mbl.is Ætla yfir þrátt fyrir lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála að þetta sé týpískt fyrir íslendinga, en eins og að ne'ðan má sjá ekki einskoðað við karlmenn. Það er því smá spurning ;-) hvort é betra " lítið undir sér - eða tómt toppstykki,, Sjálfur held ég að þeir sem vilja á fjallvegi sem sagðir eru og auglýstir lokaðir, þá sé ekki vafi að mikið vanti í toppstykkið óháðkyni.

Jæja helgin varð ekki róleg eftir allt saman en við Hrafnhildur vorum dregnar á þorrablótsball Selfissinga af Soffíu og Jensínu. Þar sem við erum svo ævintýragjarnar þá ákváðum við að láta slag standa og stóð til að gista hjá Jensínu. Á síðustu stundu ákvað Beggý að koma með og vera bílstjóri og ætluðum við að sjá til eftir veðri hvort það yrði gist eða farið heim eftir ball. Jensína var svo góð að lána okkur fallega heimilið sitt svo við gætum haft okkur til fyrir dansiballið.
En borgarpíurnar vildu halda heim núna....og létu ekki segja sér að heiðin væru lokuð.....þær vildu heim í sitt rúm!
Hittu þær björgunarsveitina upp á heiði og þeir sögðu að það væri skynsamlegra að snúa við....en borgarpíurnar erum margar hverjar uppaldnar utan að landi svo þær eru harðar að sér. Enda voru þær vel búnar í hælaskóm og kjólum Það var blindbylur og þeim hætt að lýtast á blikuna á köflum
!!En þær komust  að sjálfsögðu alla leið en um 15 bílar sátu fastir á heiðinni.

http://kristinsig.bloggar.is/

Kjartan (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:17

2 identicon

Þessir ofur(heimsku)hugar vita þá eflaust af því að kaskóið fellur niður ef þeir aka útaf eða skemma bílinn.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Ofi

Hvað er að fólki!! Ætla sér bara að leggja í hann, skilur fólk ekki Íslensku, svo lendir fólk í vandræðum og ætlast til að þeim sé hjálpað, vá hvað fólk getur verið heimskt.

 Ef sagt er að lokað sé, þá er lokað. dí stupid

Ofi, 7.2.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Ísdrottningin

Hóst, hóst og fruss, jú það er satt, það er voða lítið undir mér.  En ég er brjóstastór ef það skiptir einhverju....

Ég er að vísu ekki að æða austur núna en ég er jeppamaður.

Gísli Friðrik.  Ég er að sjálfsögðu með utanvegatryggingu eins og flestir jeppamenn sem að ég þekki.

Ofi.  Flestir jeppamenn vita hvað þeir eru að gera þó svo að alltaf séu jólasveinar innanum sem skemma mannorð okkar hinna, en þeir eru vonandi að læra af mistökunum.
Ég hef aldrei ætlast til þess að mér sé hjálpað (þú meinar trúlega af björgunarsveitum), hef aldrei þegið hjálp en hef sjálf komið til hjálpar björgunarsveit þegar þurfti.   Mér finnst þetta reyndar léleg rök hjá þér,  reykingamaðurinn veit að hann er að eyðileggja eigin heilsu (og allra í kring um sig í leiðinni) en samt reykir hann sér til óbóta og ætlast til að honum sé hjálpað. Viltu neita honum um læknishjálp og sjúkrahúsvist?
Hins vegar ef vanir jeppamenn vilja austur þá fara þeir einfaldlega austur, það fréttir það enginn því það eru ekki fréttir.

Málið er að það eru miklu fleiri en jeppamenn sem eiga jeppa og það eru þeir sem halda að þeir komist allt af því að þeir eiga jeppa!     Jeppinn er bara 25% restin er hæfni bílstjórans og sú reynsla sem hann býr yfir.

Takk fyrir mig.
Ísdrottningin

Ísdrottningin, 7.2.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Svanhvít

Kjartan: Ótrúlega fyndið að þú skulir vitna í þetta blogg þar sem þetta er vinkona systur minnar... ég fussaði einmitt þegar ég las þetta hjá henni.

Gísli og Ofi: Nákvæmlega!

Ísdrottning: Þú ert greinilega ein af þeim gáfuðu... sem betur fer. En það er rétt sem þú segir að það eru miklu fleiri en jeppamenn sem eiga jeppa, og það eru einmitt þeir menn "hóstfávitarhóst" sem hugsa "ég er á jeppa, ég get allt og má allt" og sverta þannig orðspor hinna. Það eru því miður svartir sauðir alls staðar.

Svanhvít, 10.2.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband