Færsluflokkur: Bloggar

Furðulegt...

...að þessi maður skuli ekki vera í gæsluvarðhaldi. Svona miðað við reynslu okkar af farbönnum undanfarið þá efast ég um að þessi maður verði mikið lengur hérna. Ég skil ekki heldur af hverju félagar hans sem voru með í bílnum eru ekki í farbanni eða gæsluvarðhaldi. Einhver þeirra keyrði bílinn en enginn játar, þannig að þeir ættu allir að sitja bak við lás og slá þar til botn fæst í þetta.

Ég verð bara reið við að hugsa um þetta!! Angry


mbl.is Farbann framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúiðöfug og skilmisið mennikarl

Rúnar á það til að afbaka orðatiltæki. Í dag vorum við að keyra heim eftir dásamlegan mat hjá mömmu og pabba, og Rúnar var að segja mér hvað honum hefði fundist sósan góð og að hún hefði eiginlega sett strikið yfir i-ið!! ......Verður það þá ekki T?? Svo seinna á leiðinni vorum við eitthvað að tala um veðrið og hann fór að segja hvað hann hlakkaði til sumarsins því það væri orðið ágætlega heitt hérna heima út af loftslagsbreytingum. Þær hefðu bara bitnað vel á okkur!! Já..... ég þyrfti eiginlega að búa til sérfærsluflokk fyrir þessa elsku Grin

Snillingur!

Þessi maður er náttúrulega bara pjúra snillingur!
Í fyrsta lagi að honum hafi dottið þetta í hug, og í öðru lagi að hann hafi framkvæmt þetta. Og að blessaður rakarinn hafi tekið þátt í þessu. Bara snilld!!
mbl.is Sendi jólakort frá himnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlagning á viðrekstur!

Til að skilja þetta blogg þarf að fara inn á heimasíðu Gunnars Péturs hér til vinstri.

Að prumpa í bíl eru hagfræðileg ytri áhrif. Þar er einn aðili að losa gas án þess að hinir í bílnum fái á einhvern hátt borgað fyrir að þola það.
Þú ert kannski á rúntinum með vinum þínum í flotta BMW-inum þínum. Nú þegar sitja vinir þínir í orkufrekum bíl sem veldur miklum útblæstri og mengun. Hvers eiga þeir að gjalda þegar þú ákveður svo að losa þig við örlítið gas? Eiga þeir að sitja undir því að þola fýluna? Ég segi nei! Við stoppum ekki við að skattleggja bíla, heldur skattleggjum einnig viðrekstur.
Ég legg til að bílaframleiðendur fari að útbúa bíla með þar til gerðum mælum sem nema hversu mikið gas kemur frá farþegunum. Kjörinn staður fyrir þessa mæla eru sætin sjálf og þá er líka hægt að tengja þetta við ákveðinn farþega. Ef ég er til dæmis að keyra og leysi vind þá eru mestu áhrifin á manneskjuna við hliðina á mér, en minni áhrif á fólkið í aftursætinu. Þá myndi þessi mælir sýna hve mikið af gasi hver aðili í bílnum er hugsanlega að anda að sér, og reikna út frá því hversu mikið ég þarf að borga þeirri manneskju. Manneskjan við hliðina á  mér fengi kannski 10 kr. á meðan fólkið í aftursætinu fær 9, 8 og 7 kr. eftir því hversu mikil fjarlægðin er á milli okkar. Þetta þyrfti maður að sjálfsögðu að borga á staðnum.
Svo væri ef til vill hægt að tengja þennan mæli við rafdrifnu rúðurnar og mæla hversu snöggur maður er að opna gluggann. Ef maður er snöggur fá farþegarnir minna borgað. En þá er maður aftur á móti að hleypa gasi út í andrúmsloftið. Þá væri jafnvel hægt að hafa einn svona aðalmæli í bílnum sem mælir hve mikið farþegarnir þurftu að þola, og hve mikið andrúmsloftið tók við. Svo færi maður einu sinni á ári, léti lesa af mælinum og borgaði sinn skatt til samfélagsins.

Ég legg til að við skattleggjum sem mest bara svona just in case!


Já...

Ég held að ég myndi ekki vilja lesa það í blöðunum hvað maðurinn minn væri að gefa mér í jólagjöf.


mbl.is Árituð bók handa Viktoríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa upplýstur

Þetta þykir mér illa upplýstur maður. Ég hélt að það væri bara common knowledge að fólk verði að klára lyfjameðferðir til að losna við svona viðbjóð. Og ef það er hætt í miðri meðferð eru miklar líkur á að sjúkdómurinn þróist í þá átt að verða ónæmur fyrir lyfinu. Andskotans vitleysa í þessum manni!

Það er út af svona ösnum sem mann langar mest af öllu til að loka landinu. En auðvitað er það bara rugl því þá hefðum við ekki rétt á að fara til annarra landa. Þetta verður að virka á báða vegu, ekki bara annan. Svo er spurning hvort það ætti að fara að biðja um heilbrigðisvottorð ásamt sakavottorði þegar fólk er að koma hingað til að vinna. En hvað á þá að gera í sambandi við ferðamennina? Flókið mál!


mbl.is Kom berklasmitaður til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí út af timburmönnum?

Ég skil að eldra fólkið þurfi frídag til að jafna sig, en á maður þá yfir höfuð að vera að drekka daginn fyrir vinnu. Yngra fólkið skil ég hins vegar ekki. Það voru nú ófá skiptin í gamla daga þar sem ég stóð hótelvaktina með timburmenn dauðans. Að ég tali nú ekki um blómabúðina... En auðvitað gerir maður þetta ekki í dag Halo


mbl.is Drykkjusiðir hafa áhrif á vinnuframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband