Snúiðöfug og skilmisið mennikarl

Rúnar á það til að afbaka orðatiltæki. Í dag vorum við að keyra heim eftir dásamlegan mat hjá mömmu og pabba, og Rúnar var að segja mér hvað honum hefði fundist sósan góð og að hún hefði eiginlega sett strikið yfir i-ið!! ......Verður það þá ekki T?? Svo seinna á leiðinni vorum við eitthvað að tala um veðrið og hann fór að segja hvað hann hlakkaði til sumarsins því það væri orðið ágætlega heitt hérna heima út af loftslagsbreytingum. Þær hefðu bara bitnað vel á okkur!! Já..... ég þyrfti eiginlega að búa til sérfærsluflokk fyrir þessa elsku Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband