21.2.2008 | 13:45
Alveg ótrúlegir...
...þessir svikarar. Og það er í alvörunni til fólk sem trúir þessu og gefur upp kortanúmer, já eða sendir pening út.
Það eru nú ófá e-mailin sem maður hefur fengið um að maður hafi unnið í breska lottóinu, eða frá erfingjum sem eiga erfitt með að losa arfinn og þurfa smá pening til þess Ég hef tvisvar fengið bréf í gegnum bréfalúguna hjá mér þar sem mér er boðið á einhverja svaka ráðstefnu á Grand hótel þar sem átti að kynna fólki verslun á netinu eða eitthvað svoleiðis bull. Það voru fullt af vörumerkjum á bréfunum eins og e-bay, yahoo o.þ.h. Svo átti ég að fá einhverja svaka tösku að gjöf og kvöldmáltíð ef ég myndi mæta. Það eina sem ég þurfti að gera var að staðfesta komu mína með því að hringja í símanúmer. Ég féll nú ekki fyrir þessu rugli og kom svo á daginn að þetta voru svikarar og þegar þú hringdir í símanúmerið var einhver upphæð skuldfærð á reikninginn þinn. Ég man nú ekki hvort símafyrirtækin brugðust eitthvað við þessu eða hvort fólk þurfti bara að borga.
Þetta lið er alveg ótrúlega útsmogið!
Reynt að svíkja út kreditkortanúmer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.