Ó jeminn eini!!

Hver man ekki eftir þessum sykursætu drengjum sem heilluðu ungar stúlkur upp úr skónum. Við systurnar vorum miklir aðdáendur, rifum myndir og plaköt úr tímaritum og áttum sitthvora segulbandsspóluna með þessum piltum. Það var sko slegist um þær! En samt var Helga nágranni okkar úr Fjarðarstrætinu enn harðari aðdáandi en við og átti hún alveg fullt af dóti tengt nýju krökkunum í húsalengjunni. Ég man sérstaklega vel eftir armbandsúrinu LoL  Fortíðarfiðringurinn alveg að fara með mig hérna!
En ég held að svona comeback sé ekki sniðugt þar sem þessi tónlist er kannski ekki beint lífseig, heldur bundin ákveðnu tímabili sem er sem betur fer lööööönnngu liðið. Ætli það sé græðgi sem drífi þá í að reyna þetta, eða kannski bara heimska?

P.s. mikið rosalega finnst mér þessi aftasti á myndinni (sem ég man ekki hvað heitir) líkur Ingvari Alfreðs Woundering


mbl.is New Kids on the Block saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Fær óstöðvandi hóstakast sökum hláturs

Ahahaha! Hann er NÁKVÆMLEGA eins og Ingvar Alfreðs! Hóstar meira...


Afhverju ætli ég hafi alveg misst af þessu? Ég hlustaði aldrei á þetta drasl. Ég hlustaði bara á Janis Joplin, Nirvana og Metallica á þessum árum, já og svo það sem ég fann í vinylsafni foreldra minna, t.d. Shadows og Sléttuúlfana... eðalstöff náttúrulega! Híhí 

Hjördís Þráinsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Hahahaha ég man eftir því þegar við vorum heima hjá þér, með SEGULBANDSSPÓLUNA (sem krakkar í dag hafa ekki hugmynd um hvað er) í ferðatækinu á fullu blasti og notuðum fatahengið sem míkrafón - svona eins og stand með mörgum míkrafónum á.. og mæmuðum eins og vitleysingar :)

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Svanhvít

Hjördís:
Þú varst greinilega með þroskaðan tónlistarsmekk þar sem NKOTB er píkupopp síns tíma. Það tók mig hins vegar nokkur ár umfram þig að fatta hvað þetta er mikil viðurstyggð

Guðlaug:
Hahahaha já helvítis fatahengið!! "fortíðarhrollur" Já ég efast um að krakkar nú til dags viti hvað segulbandsspóla er, nú er það bara cd og mp3

Svanhvít, 31.1.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Linda Pé

hahah.. sé ykkur alveg fyrir mér með fatahengið!

og þessi gaur er alveg eins og Ingvar!!!

Linda Pé, 4.2.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband